4.2.2007 | 15:27
Umhverfisverndarsamtök kalla úlfur úlfur
Allir þekkja söguna af smalastráknum sem hrópaði Úlfur úlfur og enginn tók mark á honum. Hún er sígild, ein af dæmisögum Esóps
Nú virðist stefna í að kenningin um hitnun lofthjúps jarðar vegna svokallaðra gróðurhúsaáhrifa fari að verða viðtekin vísindi. Menn greinir að vísu á um margt, hvort afleiðingarnar verði svo smávægilegar að við getum lifað með þeim eða hvort þetta verði algjör katastrófa með tilheyrandi kreppu og hruni.
Hvort yfirborð sjávar hækki um eitt fet eða sautján, hvort Golfstraumurinn muni leggja niður störf, hvort afleiðingin verði kannski sumsstaðar ísöld.
Það er samt eitthvað við þetta sem nær ekki að kveikja í fólki. Maður hittir engan sem hefur raunverulegar áhyggjur af þessu. Kannski er þetta of fjarlægt, of óraunverulegt, eða kannski er maður bara orðinn svona ónæmur gagnvart heimsendaspám - blasé eins og það heitir á frönsku.
Nóaflóðið í Biblíunni er síður en svo einstæð frásögn. Sambærilegar sögur finnast út um allan heim, - sögur þar sem greint er frá ógurlegu stórflóði þar sem örfáir komust af fyrir velvilja guðs eða guða. Nánast sama sagan er sögð meðal indíána í Ameríku og Asíubúa, í Afríku og á Hawaii. En þýðir það að syndaflóðið mikla hafi í rauninni kaffært jörðina? Að endurminningin um slíkar óhemju hörmungar hafi lifað um óralanga hríð meðal afkomenda þeirra sem komust af, þótt þeir hafi dreifst um jörðina og misst allt samband sín á milli? Það er ekki útilokað, en ekkert er hægt að fullyrða. En hvað segir Biblían um þetta flóð?
"Er Drottinn sá, að illska mannsins var mikil á jörðinni og að allar hugrenningar hjarta hans voru ekki annað en illska alla daga, þá iðraðist Drottinn þess, að hann hafði skapað mennina á jörðinni og honum sárnaði það í hjarta sínu. Og Drottinn sagði: "Ég vil afmá af jörðinni mennina, sem ég skapaði, bæði mennina, fénaðinn, skriðkvikindin og fugla loftsins, því að mig iðrar, að ég hefi skapað þau..."
En þar sem Nói var réttlátur maður bauð Guð honum að smíða örk fyrir sig og sína og dýr jarðarinnar. Og flóðið hófst:
"...á seytjánda degi mánaðarins, á þeim degi opnuðust allar uppsprettur hins mikla undirdjúps og flóðgáttir himinsins lukust upp. - Og steypiregn dundi yfir jörðina fjörutíu daga og fjörutíu nætur."
Nói smalar dýrum og fólki sínu um borð í örkina - og Drottinn læsir á eftir honum, segir hin helga bók.
Umhverfisverndarsamtök kalla eftir tafarlausum aðgerðum ríkisstjórna heims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.