Færsluflokkur: Vefurinn
22.3.2007 | 22:29
Jógvan vísa
Jógvan. frábær
1. Árla var um morgunin, høsnini tóku at gala, hústrú vekir upp bónda sín, biður hann fara at mala. Nú lystir meg í dansin at gá, meðan rósur og liljur tær grógva væl.
2. Tað var Jógvan stolti, snippar og hann grætur: "Skamm fái tíni høsn, ið tíðliga gala um nætur. 3. Annað havi eg heimi at gera, ganga burtur um haga, røkta kýr og baka teim og strúka teim um maga. 4. Annað havi eg heimi at gera enn ganga burtur á fjalli, røkta kýrog baka teim, og tita niðan úr hjalli.
5. Bádi havi eg kirnað, og feiað havi eg hús, statt nú upp kæra hústrú mín, og nú gerst dagurin ljús!
6. Bádi havi eg kirnað, og so havi eg kæst, øll míni húsini tey standa afturlæst."
7. Aldri er so veðrið ilt, tað regnar undir vegg, Jógvan nú gongur at hyggja at, nú høsnini hava egg.
8. Úti standa grannar hans, halda sær at gaman, Jógvan gongur um allan bøin, jagar høsnini saman.
9. Úti standa grannar hans, halda sær at gleim, Jógvan gongur um allan bøin, jaktar høsnini heim.
10. Jógvan leyp í skarndíkið, hálsin mundi hann brotið: "Skamm fái tú, reyða toppa, tað mundi eg av tær notið!"
11. Inn kemur Jógvan stolti, riðar á sínum beinum: "Øll so hava høsnini vorpið uttan reyða toppan eina."
12. Inn kemur hon reyða toppan, vimpar við sínum veli: "Eymur skalt tú eta tað egg, eg verpi tær í degi,"
13. Jógvan gár til grannkonu sína: "Selj mær tey egg, tú hevur, vilt tú ikki trygva mær, eg seti mína hond í veður." 14. "Gakk tú tær á oksabás, har liggja eggini sjey, eymur skal tín ryggur verða, tekur tú meiri enn tvey!"
15. Tað var Jógvan stolti, skuldi taka tvey, tá kom á hann sjálvti, hann molaði eggini sjey.
16. Tað var Jógvan stolti, skuldi taka salt, hann reiv niður eitt sóttræ, spilti so smørið alt.
17. Hoyr tað, Jógvan stolti, tvá tú mær um tær, kemur tú nakað longri upp, so liggur tær rísið nær.
18. Opnar skalt tú dyrnar halda, meðan eg gangi inn, kemur dusm í høvdið á mær, so geldur ryggur tín." 19. Hon sló hann úr ánni, haðan oman í garð, har kom prestur gangandi, og møtti hann honum har.
20. Tað var Jógvan stolti, snippar og hann grætur, tá kom prestur gangandi, spyr, hví hann so lætur. 21. "Eg eigi mær eina ónda konu, eg kann ikki ráða við henni, prestur, tak tú maltið og saltið, les mær yvir henni."
22. Presturin tók við malti og salti, skuldi lesa yvir henni, hon tók upp ein eikiklepp, hon sipaði prestin í ennið. 23. Hon tók upp tann eikiklepp, dró hann fram við síðu, tað var eingin av kongsins monnum, móti henni tordi at stríða.
|
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2007 | 22:04
Til Skammar
Þetta er okkur Ísledigum til skammar............................
Skemmdir í 16 af 20 tönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2007 | 23:04
Hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni
Þetta er mjög merkileg frétt við eigum að bera virðingu fyrir þeim hermönnum sem börðust fyrir frelsi okkar.
Fyrri heimsstyrjöldin skall á þann 28. júlí 1914 með stríðsyfirlýsingu austurríska-ungverska ríkisins á hendur Serbíu. Opinbert tilefni stríðsyfirlýsingarinnar var morð bosnísks-serbs þjóðernissinna á austurríska ríkisarfanum Franz Ferdinand og konu hans í Sarajevo mánuði áður sem og höfnun serbneskra yfirvalda á þeim hörðu skilyrðum sem stjórnvöld í Austurríki-Ungverjalandi settu þeim í kjölfar þess. En tilefnið var lítið annað en átylla sem Austurríki-Ungverjaland beitti til að réttlæta stríð gegn Serbum og markar endapunktinn á áralangri þróun og vaxandi spennu milli evrópsku stórveldanna.
Heimsstyrjöldin hafði hræðilegar afleiðingar í för með sér og var lengi vel talað um hana sem stríðið mikla þar til seinni heimsstyrjöldin sýndi og sannaði að styrjaldir geta jafnvel verið enn hroðalegri. Þegar upp var staðið hafði fyrri heimsstyrjöldin kostað heiminn fleiri mannslíf en nokkurt annað stríð hafði áður gert. Talið er að um 10 milljónir hermanna hafi fallið og yfir 20 milljónir særst alvarlega. Tala látinna borgara nam yfir hálfri milljón. Eyðileggingin sem stríðið olli á akuryrkjusvæðum, híbýlum, iðnaðarmannvirkjum og menningarlegum verðmætum var meiri en nokkur hafði getað gert sér í hugarlund. Vesturlandabúum var því fyrri heimsstyrjöldin sannkallað áfall.
Fyrri og seinni heimsstyrjöldin eru langt frá því að vera einangraðir atburðir. Á milli afleiðinga fyrri heimsstyrjaldarinnar og upphaf hinnar seinni eru bein tengsl. Þannig má líta svo á að tíminn frá u.þ.b. 1870 til 1945 spanni eina samhangandi heild. Auk þess eru fjölmörg þeirra vandamála sem við eigum við að etja í nútímanum afleiðingar sem rekja má beinlínis til valdabaráttu, átaka og stjórnarstefnu stórveldanna á 19. öld. Aðstæður nútímans eru óhjákvæmilega afleiðingar liðinna atburða. Til þess að öðlast skilning á nútímanum er því mikilvægt að skoða vandlega hvað það var sem leiddi til þess að öll stærri ríki Evrópu í upphafi 20. aldar leiddust út í stríð og hvaða tímabundnu og langvarandi afleiðingar það hafði fyrir Evrópu og raunar gervalla veröldina.Fyrri heimstyrjöldin markaði ný kaflaskipti í samskiptum Íslendinga við aðrar þjóðir. Dró til mestra tíðinda skiptin við Breta, einkum í fyrstu vegna hernaðargildis Íslands. Stríðið var raunar ekki skollið á þegar Bretar fóru að gera sér áhyggjur af varnarleysi Íslendinga. Beindust þær áhyggjur aðallega að Þjóðverjum og óttuðust bresk stjórnvöld einkum að þýski flotinn kæmi sér hugsanlega upp einhvers konar aðstöðu á Íslandi. Úr því varð þó ekki, en til að tryggja hagsmuni Breta, og hafa næmar gætur á því sem Þjóðverjar aðhefðust hér, var hingað sendur ræðismaður 1914, röskum mánuði eftir að heimstyrjöldin hófst.
Aukið hernaðarlegt vægi Íslands byggðist m.a. á því að breski flotinn var farinn að notast við olíu í auknum mæli í stað kola. Olíuna fluttu Bretar einkum inn frá Persíu og Bandaríkjunum og voru fyrir vikið enn háðari aðdráttum yfir hafið en áður. Siglingaleiðin yfir Atlantshafið var Bretum því mikilvægari en nokkru sinni fyrr og fyrir vikið óx hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Því var það sem þeir lögðu svo mikla áherslu á að halda Þjóðverjum frá landinu.
Bretar settu fljótlega hafnbann á þýsk skip með því að staðsetja meginflota sinn norður af Orkneyjum, skammt frá því sem Atlantshafið mætir Norðursjó. Kom þetta bæði í veg fyrir útrás þýska herskipaflotans, lokaði helstu skipaleiðum þýska kaupskipaflotans og varði heimalandið fyrir hugsanlegri innrás.
Þegar líða tók á árið 1915 hófu Bretar bein afskipti af utanríkisverslun Íslendinga. Öll viðskipti við Þjóðverja voru bönnuð og áætlunarskip, sem sigldu milli Íslands og annarra landa urðu að koma við í breskri höfn til skoðunar. Þeir, sem vildu ekki fara að kröfum Breta, voru settir á svartan lista og þar með í vipskiptabann. Öll sendibréf til landsins, sem Bretar náðu til, voru ritskoðuð og sama gilti um símskeyti.
Bretar komu þannig í veg fyrir bein viðskipti Íslendinga við Þjóðverja, en grunaði hins vegar að vörur, sem fluttar voru til hinna Norðurlandanna, enduðu í höndum Þjóðverja. Þeir vissu að Danir seldu Þjóðverjar mikið af landbúnaðarvörum en gátu lítið í því gert. Hins vegar gátu þeir beitt sér gegn vöruflutningum Íslendinga til hinna Norðurlandanna og brugðu á það ráð, án samráðs við Dani, að bjóða Íslendingum að selja sér umræddar vörur. Að öðrum kosti yrði lokað á alla verslun og siglingar Íslendinga austur á bóginn.
Íslendingar komust að þeirri niðurstöðu að mönnum væri nauðugur einn kostur og var Dönum tilkynnt um þá ákvörðun. Í kjölfarið var undirritaður viðskiptasamningar við Breta sem þóttu frekar hagstæðir. Eftir það voru viðskipti við hin Norðurlöndin bundin þröngum skorðum og útflutningur til Danmerkur stöðvaður. Breska stjórnin lofaði á móti að kaupa þær afurðir sem ekki fékkst markaður fyrir og ennfremur að tryggja aðflutning á helstu nauðsynjavörum til Íslands.
Eftir að Bandaríkjamenn drógust síðar inn í styrjöldina urðu þeir óbeinir aðilar að þessum viðskiptasamningum og komu Bretar því þá til leiðar að Bandaríkjamenn tóku að sér að sjá Íslendingum fyrir ýmsum nauðsynjum. Heimsstyrjöldin varð þannif þess valdandi að Bretland og Bandaríkin voru orðin helstu viðskiptalönd Íslendinga. Með viðskiptasamningunum við Breta 1916 gengu Íslendingar opinberlega til samstarfs við eiinn hernaðaraðilann, Breta, gegn öðrum, Þjóðverjum. Þetta töldu íslenskir ráðamenn illa nauðsyn, þrátt fyrir yfirlýst hlutleysi landsins í stríðinu, svo tryggja mætti að atvinnulíf á Íslandi hryndi ekki stöðvuðu Bretar alla verslun og siglingar Íslendinga austur á bóginn. Ber heimildum þó saman um að meirihluti Íslendinga hafi verið hlynntur Bandamönnum og þegar kom fram á árið 1918 áttu Þjóðverjar sér fáa formælendur hér á landi, einkum að talið er vegna ódulbúinnar valdastefnu þýska keisarans, brot Þjóðverja á hlutleysi Belgíu og ótakmarkaður kafbátahernaður.
Þjóðverjar máttu sín lítils á Íslandi á þessum ófriðarárum. Bretar gerðu kjörræðismanni þeirra óvært á Íslandi með því að setja hann á svartan lista og settist hann að í Kaupmannahöfn. Fengu Þjóðverjar ýmsa Íslendinga til að tala máli sínu hér á landi, dreifa áróðri, semja skýrslur fyrir þýska sendiráðið í Kaupmannahöfn og senda þýska flotanum veðurskeyti á dulmáli. Starf þeirra skilaði þó litlu.
Í blaðaskrifum klifuðu Þjóðverjar á því að Bretar hefðu gert Ísland að nýlendu sinni og arðrændu þjóðina í verslun. Væri það stefna þeirra að slíta landið úr tengslum við Dani og innlima það síðan. Allt bendir þó til þess að þessi tortryggni hafi verið byggð á sandi og að breska stjórnin hafi aldrei haft uppi hugmyndir um að leggja Ísland undir sig og reynt að skipta sér sem allra minnst af sambandi Íslendinga og Dana.
Heimsstyrjöldin leiddi þannig til þess að leiðir skildu með Íslendingum og Dönum í utanríkismálum og viðskiptum. Þýddi það aukið sjálfræði fyrir landsmenn og voru þeir staðráðnir í að hverfa ekki til fyrra horfs þegar stríðinu lyki. Andstaða Breta við verslun Dana við Þjóðverja ýtti undir kröfur Íslendinga um sérstakan farfána fyrir íslensk skip, enda óttuðust Íslendingar að Bretar kynnu að ganga svo langt að banna siglingar allra skipa undir dönskum fána. Danska stjórnin var þó ekki tilbúin að ræða það mál á meðan að á styrjöldinni stóð.
Hugmyndir Woodrews Wilsonar, um sjáfsákvörðunarrétt smáþjóða, urðu svo til þess að Danir óttuðust að Íslendingar myndu nýta sér tækifærið og krefjast fulls sjálfstæðis. Sáu þeir því þann kost vænstan að bjóða Íslendingum að semja um sambandsmálið í heild sinni. Með sambandslagasamningnum 1918 var girt fyrir, eins og kostur var, að landið drægist sjálfkrafa með Dönum inn í ófrið.
Enn eru 36 á lífi sem tóku þátt í fyrri heimsstyrjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.2.2007 | 00:12
Forseti Tékklands dregur í efa upphitun jarðar af mannavöldum
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2007 | 11:39
Hryðjuverkasamtök skemma vinnuvélar
Það er alveg með ólíkindum hvernig þetta lið hagar sér og kemst upp með það. Ég verð nú fljótlega sammál Birni Bjarnasyni í hans áætlunum um varnir í hryðjuverkum ef þetta heldur áfram.
Segjast hafa skemmt vinnuvélar í mótmælaskyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2007 | 16:48
Kartöflumús í Bónus?
Ég er búinn að skoða fréttina vel og vandlega, ég sé nú ekki betur en að þetta séu 2. skoppandi kartöflur
Kartöflumús í Bónus? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 00:21
Olíublautir fuglar á Suðurnesjum
Það vantar myndir af hundruðum fugla sem eru olíu blautir EÐA HVAÐ???
Olíublautir fuglar á Suðurnesjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2007 | 23:34
Hvað eru erfðabreytt matvæli?
Erfðabreytt kallast matvæli framleidd úr lífverum, sem breytt hefur verið lítillega með utanaðkomandi erfðaefni. Mikill meirihluti þeirra eru nytjaplöntur og afurðir þeirra.
Erfðabreytingarnar hafa einkum beinst að aukinni framleiðslu með því að gera plönturnar ónæmar fyrir skordýrum og illgresiseyðandi efnum.
Mest er framleitt af erfðabreyttum sojabaunum, maís, olíufræjum, kartöflum og tómötum auk baðmullar og tóbaks. Bandaríkin eru langstærsti framleiðandi og útflytjandi erfðabreyttra nytjaplantna. Á eftir þeim koma Kanada og Kína en minnst er framleiðslan í Evrópu.
Á alþjóðavettvangi hafa erfðabreytt matvæli verið mikið til umræðu og ekki eru allir á eitt sáttir um áhrif þeirra. Umræðan hefur verið af tvennum toga, annars vegar hvort matvælin geti haft skaðleg áhrif á heilsu manna og hinsvegar hvaða áhrif ræktun erfðabreyttra nytjaplantna hafi á umhverfið og lífríkið í heild.
Hvað sem þessari umræðu líður eru erfðabreytt matvæli komin á markað víða um heiminn. Nærri víst má telja að afurðir erfðabreyttra plantna séu einnig á boðstólnum hérlendis í einhverjum mæli. Helst er þá um að ræða afurðir sem innihalda sojamjöl, maís og tómata.
Veruleg aukning hefur orðið á matvælaframleiðslu í heiminum undanfarna áratugi fyrir tilstilli hefðbundinna kynbóta.
Í fljótu bragði virðist munurinn á hefðbundnum kynbótum og erfðatækninni, sem notuð er til framleiðslu erfðabreyttra matvæla ekki ýkja mikill.
Með hefðbundnum kynbótum eru mörg gen flutt milli skyldra lífvera en með erfðatækninni eru eitt eða örfá gen flutt milli lífvera óháð skyldleika þeirra. Þannig er til dæmis unnt að flytja gen úr bakteríum eða dýrum í plöntur, sem ekki er hægt með hefðbundnum kynbótum.
Hollusta
Spurningarnar sem við stöndum frammi fyrir varðandi hollustu og öryggi erfðabreyttra matvæla eru síður en svo einfaldar. Hversu vel sem við treystum vísindunum eru svörin hvorki augljós né einhlít. Þannig er vandasamt að meta hvort muni vega þyngra, kostir eða gallar erfðabreyttra matvæla þegar til lengdar lætur.
Kostir
Ef við lítum fyrst á kostina er ljóst að með þessari tækni er mögulegt að framleiða hraustari plöntur með þoli gegn plágum, illgresiseyðum, þurrki og kulda.
Auk þess er stefnt að framleiðslu plantna sem geta nýtt betur sólarljós og næringarefni, sem þýðir að þær gætu vaxið hraðar en óbreyttar plöntur.
Þetta mun hafa í för með sér nýtingu áður óræktanlegra landsvæða. Miklar vonir eru þannig bundnar við að með beitingu erfðatækninnar í landbúnaði verði hægt að brauðfæða heiminn.
Þá verður einnig hægt að auka næringargildi matvæla í fátækari hlutum heimsins þar sem fæðan er oft einhæf. Samkvæmt spá FAO þarf að tvöfalda uppskeruna til að mæta fæðuþörfinni í heiminum á næstu 30 árum en það verður varla mögulegt nema til komi ný tækni í landbúnaði.
Hagur matvælaiðnaðarins af erfðabreyttum matvælum getur orðið margvíslegur. Búast má við fjölbreyttari matvælum með aukið geymslu- og flutningsþol, bætta vinnslueiginleika, næringargildi og bragðgæði. Í raun virðist ímyndunaraflið eitt takmarka möguleika okkar í þessum efnum.
Erfðabreyttar nytjaplöntur voru framleiddar á um 40 milljónum hektara lands í heiminum árið 1999. Mælanlegur árangur af framleiðslu þeirra er einkum sá að notkun eiturefna í landbúnaði hefur minnkað um 20-40%. Minnkun á notkun eiturefna um 10% þýðir um 200 milljón Bandaríkjadala sparnað fyrir bændur.
Einnig ber að líta á heilsufarslegan ávinning og minnkaða umhverfismengun vegna minni notkunar eiturefna í landbúnaði. Útflutningstekjur Bandaríkjanna af landbúnaðarafurðum námu árið 1999 um 50 milljörðum dala en vaxandi hluti útflutningsins eru erfðabreyttar afurðir. Þeir sem hagnast mest á framleiðslu erfðabreyttra nytjaplantna eru líftæknifyrirtæki og bændur.
Ókostir
Málin vandast talsvert þegar fjallað er um gallana sem fylgja framleiðslu erfðabreyttra lífvera. Þeir eru af allt öðrum toga, tengjast meira tilfinningum og valda áhyggjum vegna þess að mun minna er vitað um þá en kostina.
Tortryggni og ótti við óvissuna um hugsanlegan heilsu- og umhverfisskaða auk trúarlegra og siðferðilegra spurninga einkenna þá umræðu.
Ávinningur neytenda af erfðabreyttum matvælum er heldur ekki merkjanlegur og hafa neytendasamtök víða um heim barist hatrammlega gegn þeim.
Einnig hafa umhverfissamtök víða mælt gegn ræktun erfðabreyttra lífvera á þeim forsendum að hún valdi breytingum á náttúrulegum gróðri með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir allt lífríkið.
Varnaraðgerðir
Árið 1998 gekk í gildi reglugerð Evrópusambandsins (ESB) um sérstakar merkingar á afurðum úr erfðabreyttum maís, sem ætlað er að vernda neytendur og veita þeim val.
Árið 2000 gaf ESB út aðra reglugerð þar sem kveðið er á um að merkja beri einnig erfðabreytt aukefni og bragðefni. Þannig er nú skylt að merkja slíkar afurðir með óyggjandi hætti.
Ennfremur eru í gildi sérstök lög um markaðssetningu erfðabreyttra lífvera og afurða þeirra. Neytendur í Evrópu hafa þannig val um það hvort þeir kaupa erfðabreytt matvæli eða ekki.
Lokaorð
Ljóst er að miklar rannsóknir liggja að baki þeim erfðabreyttu matvælum sem þegar eru komin á markaðinn. Þótt ekkert bendi til þess í dag að þau séu hættuleg heilsu manna er ekki unnt að útiloka skaðsemi þeirra um alla framtíð.
Svipaða sögu er reyndar hægt að segja um fleiri matvæli, sem ekki eru erfðabreytt. Mikil óvissa ríkir einnig um langtímaáhrif erfðabreyttra nytjaplantna á umhverfið.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2007 | 15:27
Umhverfisverndarsamtök kalla úlfur úlfur
Allir þekkja söguna af smalastráknum sem hrópaði Úlfur úlfur og enginn tók mark á honum. Hún er sígild, ein af dæmisögum Esóps
Nú virðist stefna í að kenningin um hitnun lofthjúps jarðar vegna svokallaðra gróðurhúsaáhrifa fari að verða viðtekin vísindi. Menn greinir að vísu á um margt, hvort afleiðingarnar verði svo smávægilegar að við getum lifað með þeim eða hvort þetta verði algjör katastrófa með tilheyrandi kreppu og hruni.
Hvort yfirborð sjávar hækki um eitt fet eða sautján, hvort Golfstraumurinn muni leggja niður störf, hvort afleiðingin verði kannski sumsstaðar ísöld.
Það er samt eitthvað við þetta sem nær ekki að kveikja í fólki. Maður hittir engan sem hefur raunverulegar áhyggjur af þessu. Kannski er þetta of fjarlægt, of óraunverulegt, eða kannski er maður bara orðinn svona ónæmur gagnvart heimsendaspám - blasé eins og það heitir á frönsku.
Nóaflóðið í Biblíunni er síður en svo einstæð frásögn. Sambærilegar sögur finnast út um allan heim, - sögur þar sem greint er frá ógurlegu stórflóði þar sem örfáir komust af fyrir velvilja guðs eða guða. Nánast sama sagan er sögð meðal indíána í Ameríku og Asíubúa, í Afríku og á Hawaii. En þýðir það að syndaflóðið mikla hafi í rauninni kaffært jörðina? Að endurminningin um slíkar óhemju hörmungar hafi lifað um óralanga hríð meðal afkomenda þeirra sem komust af, þótt þeir hafi dreifst um jörðina og misst allt samband sín á milli? Það er ekki útilokað, en ekkert er hægt að fullyrða. En hvað segir Biblían um þetta flóð?
"Er Drottinn sá, að illska mannsins var mikil á jörðinni og að allar hugrenningar hjarta hans voru ekki annað en illska alla daga, þá iðraðist Drottinn þess, að hann hafði skapað mennina á jörðinni og honum sárnaði það í hjarta sínu. Og Drottinn sagði: "Ég vil afmá af jörðinni mennina, sem ég skapaði, bæði mennina, fénaðinn, skriðkvikindin og fugla loftsins, því að mig iðrar, að ég hefi skapað þau..."
En þar sem Nói var réttlátur maður bauð Guð honum að smíða örk fyrir sig og sína og dýr jarðarinnar. Og flóðið hófst:
"...á seytjánda degi mánaðarins, á þeim degi opnuðust allar uppsprettur hins mikla undirdjúps og flóðgáttir himinsins lukust upp. - Og steypiregn dundi yfir jörðina fjörutíu daga og fjörutíu nætur."
Nói smalar dýrum og fólki sínu um borð í örkina - og Drottinn læsir á eftir honum, segir hin helga bók.
Umhverfisverndarsamtök kalla eftir tafarlausum aðgerðum ríkisstjórna heims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2007 | 23:15
Hlýnun andrúmsloftsins
Þetta er nú meyra ruglið að hræða hálfan heiminn, það er eins og að veðrið hafi aldrei breyst í gegnum aldirnar.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)